Wednesday, September 23, 2009

Lok, lok og læs

Þá er ég komin á 3. ár í læknisfræði hérna í Ungverjalandi og lífið er ágætt. Ég er búin að vera ansi slök í að uppfæra þessa síðu mína svo þá held ég að það sé kominn tími til að hætta þessu. Ég ætla samt að halda áfram með myndasíðuna og bookmarkið frekar hana því ég ætla að setja nýjar myndir inn þar um leið og eitthvað spennandi gerist eins og ferðir eða þessir 3 CL leikir sem Debrecen keppir í haust svo fylgist þig með mér þar.

Takk fyrir mig:)


Wednesday, May 13, 2009

Nyíregyháza


Það fer að styttast í lokapróftímabilið hjá okkur en eins og flestir vita erum við hérna í Debrecen Uni alltaf í prófum. Eftir að við tókum núna í byrjun vikunni tvo próf ákvöðum við að taka okkur smá frí frá lærdómi og Debrecen, sem er btw nauðsynlegt til að halda nánast eðlilegri geðheilsu hérna. Við tókum lestina til bæjar hálftíma í burtu, Nyíregyháza. Þegar þangað var komið hoppuðum við upp í stærtó alveg að dýragarðinum. Ágætur dýragarður en erfitt er að bera hann saman við Henry Vilas Zoo í Madison því hann er náttla toppurinn;) Garðurinn var með öll dýr sem eiga að vera í dýragarði nema kannski hákarlana sem bætast við á næsta ári! Ég er alltaf mest spennt fyrir öpunum og var mestinn tíminn eyddur fyrir framan apahjón og litla barnið þeirra. Merkilegt að sjá hvernig þeir hegða sér, gannaslagur við pabba og svo kúra hjá mömmu...ekkert ólíkt okkur. Í lokinn fórum við göngutúr um biðbæinn sem er bara eins og allir aðrir hérna í Ungverjalandi.
Myndir komnar inn á síðuna, enjoy:)

xoxo



Sunday, April 26, 2009

April Showers Bring May Flowers....

Samt ekki alveg þannig hérna í Debrecen því það er búið að vera sól og hiti í næstum því mánuð straight fyrir utan 2-3 rigningadaga. En ég ákvað að skella inn nokkrum myndum á myndasíðuna, þá er það aprílalbúm í þetta skipti. Hérna eru svo smá útskýringar á það helsta sem þið sjáið...

1. International Food Day þegar fólk frá þessum mismunandi löndum í þessum skóla eru með bás og bjóða upp á ýmsa rétti frá þeirra landi. Maður kaupir nokkrar matarmiða og fær að smakka allskonar mat. Íslenskibásinn bauð upp á kjötsúpu, pönsur og lummur. Allt mjög gott.

2. Gumbal 2009, eins og í fyrra þá er þetta svona kapphlaup. Í ár voru þetta 15 barir og á hverjum þarf að drekka annaðhvort einn bjór eða eitt skot. Þetta er árlegt og alltaf mjög gaman og skrautlegt. Svo er alltaf nóg af slúðri daginn eftir, ekki verra.

3. Páskar...dagurinn byrjaði með súkkulaðiegg í morgunmat og málshátt. Svo í hadeginu, skelltum við okkur í smá picnic í blómgarð skólans. Mjög skemmtilegt og flottur garður. Held samt að það er ekki venjan að ungverjar séu að fara í picnic þarna því við fengum nokkur bros frá fólki að labba framhjá. En þetta minnti mig soldið á BNA og mér fannst þetta alveg yndislegt. Svo um kvöldið var páskamatur hjá Dodda, sem bauð upp á hamborgarahrygg og svo rauðkál a la Ófeigur og ég skellti í perutertu í eftirrétt.
4. Sumardagurinn fyrsti byrjaði í sumargjafakaup, þar sem við vorum búin að ákveða að kaupa tennisspaða fyrir hvort annan og rifja upp gamla takta. En eins og hefðin er orðin hérna á sumardaginn fyrsta þá var skylda að fá sér einn kokteil niðri í bæ.

Annars er allt gott að frétta hérna, nokkur próf eftir og svo byrjar lokapróftímabilið.
Gleðilegt sumar allir.
xoxo

Stína

p.s. lykilorðið á síðunni er það sama og síðast.

Saturday, April 4, 2009

Zagreb



Þá er slökunarferðin til Zagreb lokin og er ég að reyna koma mér aftur í lestragírinn sem gengur afar illa. En Zagreb var æðisleg borg og væri alveg til í að fara aftur, en búin að ákveða að næst verður kíkt á strandirnar ef Króatía verður fyrir valinu í næsta ferð. Við gistum í íbúð sem við fundum á netinu og vorum við eiga stund á central square, vorum líka fljót að læra á tramman. Þetta verður engin löng ferðasaga en nokkrir skemmtilegir punktar:
Fórum á Beerhall eitt kvöldið og fengum okkur ekta króatískan mat og nokkrar bjór tegundir sem eru bruguð þarna. Mér fannst maturinn minna mig á svona matsalsmat eða svona cafeteria-mat en alls ekki slæmt.
Rákumst á vínsmökkun á einhverju torgi einn dag og var verið að kynna allskonar vín frá svæðinu.
Fann ég nýja 'búðina mína' í Zagreb, keypti mér eina flík frá einhverjum hönnuði þarna.
Enduðum ferðina okkur í Zagreb á jazz club, troðfullur af króatum og alveg yndisleg stemmning. Ég þakka góðri síðu wwww.spottedbylocals.com fyrir að benda okkur á svona ekta local staði og gerði ferðina einstaklega skemmtileg.
Svo var síðasta stopp áður en við keyrðum aftur til Debó það var ekkert annað en borg Evrópu 2010, Péc í Ungverjalandi. Ein borg hérna sem var ekki lögð í rúst á stríðs og kommunistaárunum, svo margt stendur ennþá.



Annars ætla ég að vera duglegri að henda inn færslu hér og þar. Sólin er byrjuð að skína hérna og hitastigið að hækka svo verður kannski skemmtilegri sögur.

xoxo

p.s. það eru myndir komnar á síðuna. þið verðið bara að spurja um lykilorðið ef þið hafið áhuga:)

Wednesday, March 25, 2009

Að lifna við..


Bæði ég og síðan mín. En á þriðjudaginn var ég að klára verklega Neuroanatomy og Histology hulta í stærri NeuroBiology fagi. Það er búið að vera ansi mikill lestur fyrir þessi próf og þá aðallega í anatómíu en nú er þetta búið og ég ælta að fara lifna við aðeins og skrifa á þessari síðu meira og kannski láta sjá mig oftar út á lífinu. En ætla byrja allt þetta á ferð til Zagreb, Króatíu. Það verður lagt af stað fyrir hádegi á morgun og svo heil helgi af rólegheit, afslöppun og túrismi:) verður legendary.
Ég ælta svo líka að kannski bæta við myndum á 'myndasíðunni minni' sem er búin að vera dauð í næstum því ár. Svo túristinn í mér verður að vera duglegur á myndavélinni. En ég kveð í bili og vonandi bíðiði spennt eftir næstu færslu;)

xoxo



Saturday, January 10, 2009

soloferðin

Kíkti í sóloferð til búdapest í dag....nú er bara að hangsa fram að þriðjudag, leimó:) Það var þoka og frost á Dóná....brrr!




xoxo

Monday, January 5, 2009

2009...the year of all years;)